Verkfall kennara

Ritstjórn Fréttir

Þá er hafið verkfall kennara við skóla um allt land. Skv. fréttum má draga þá ályktun að það muni standa amk. út þessa viku enda ekki boðaður sáttafundur fyrr en n.k. fimmtudag.
Því er engin kennsla í skólanum, eðli málsins samkvæmt. Skólaskjólið er starfrækt skv. áður auglýstu skipulagi fyrir þá sem þar eru skráðir og opnar kl. 13:30. Eins er félagsmiðstöðin Óðal opin frá 13- 18 líkt og verið hefur. Mötuneyti er lokað og skólaakstur liggur niðri meðan verkfall varir. Skólastjóri og/eða aðstoðarskólastjóri veita frekari upplýsingar sé þeirra þörf.