Foreldrafélag Grunnskólans í Borgarnesi stóð fyrir fjölskyldudegi þriðjudaginn 7. maí s.l . Þá hittust börn og foreldrar við Grunnskólann og héldu þaðan í ratleik sem lá um næsta nágrenni. Var nokkur keppnishugur í þátttakendum og komust allir í mark að lokum með rétt lausnarorð en það var orðið fjölskylda. Við endamarkið var boðið upp á grillaðar pylsur og svala sem þátttakendur tóku fegins hendi og síðan fengu börnin frostpinna á eftir til að kæla sig. Það rættist úr veðrinu og var almenn ánægja með þetta framtak Foreldrafélagsins. Talið er að um 200 þátttakendur hafi tekið þátt í þessum degi sem þykir gott en Foreldrafélagið vonast til að dagur sem þessi komi til með að stækka og dafna í framtíðinni.
Fulltrúar í Foreldrafélaginu vilja þakka þeim sem komu kærlega fyrir samveruna og ánægjulega stund og þið sem komust ekki, við sjáumst síðar.