Einu sinni í viku eru smiðjur á yngsta stigi. Þá er 1. – 3. bekk skipt upp í 10 – 12 manna hópa. Ein smiðjan er ferð á sýningar í Safnahúsinu í Borgarnesi. Þar tekur Guðrún Jónsdóttir á móti hópnum og leiðir nemendur í gegnum sýninguna ,,Börn í 100 ár.“ Síðan er farið á sýninguna ,,Ævintýri fuglana“ sem sett var upp nú um páska. Það er Kristín Einarsdóttir, kennari sem leiðir nemendur í gegnum þá sýningu.