Fræðsla um lesblindu

Ritstjórn Fréttir

Snævar Ívarsson frá Félagi lesblindra kom í heimsókn í skólann í vikunni og hélt erindi fyrir nemendur í 8. bekk og kennara skólans um starfsemi félagsins, einkenni lesblindu og sagði stuttlega frá ýmsum tækninýjungum sem gagnast geta nemendum með lesblindu í námi. Það sköpuðust góðar umræður bæði í hópi nemenda og kennara. Eitt af því sem Snævar minnti á var mikilvægi þess að nemendur með lesblindu nýti sér hljóðbækur í námi. Við hvetjum foreldra til að styðja við börn sín í þessari vinnu. Hljóðbækur með flestum námsbókum má finna á vef Námsgagnastofnunar www.nams.isog síðan geta þeir nemendur sem eru greindir með lesblindu fengið aðgang að Hljóðbókasafni Íslands og fengið þaðan skáldsögur til að hlusta á auk þess sem þar er að finna hljóðbækur af flestum námsbókum fyrir framhaldsskólana.