Glímukynning í leikfimi

Ritstjórn Fréttir

Við fengum góðan gest frá Glímusambandi Íslands í heimsókn til okkar í leikfimi á þriðjudag og fimmtudag í þessari viku. Ólafur Oddur Sigurðsson formaður sambandsins kom og kenndi krökkunum glímutökin. Þau fengu að prófa glímuna með belti og síðan kenndi hann þeim „Back hold“ sem er glíma án beltis. Þetta var mjög skemmtileg heimsókn og allir voru ánægðir með tilbreytinguna. Á myndunum má sjá marga upprennandi glímukappa.