Vorhátíð 2013

Ritstjórn Fréttir

Hin árlega vorhátíð 1.- 3. bekkja var haldin í Skallagrímsgarði fimmtudaginn 16. maí. Allir árgangarnir voru með atriði sem þeir sýndu á sviðinu fyrir áhorfendur sem voru fjölmargir. Tókst vorhátíðin í alla staði vel og var hin besta skemmtun. Þakkir til allra sem stóðu að henni og gerðu hana að veruleika. Hilmar Már var á staðnum og tók myndir.