Hjóladagur

Ritstjórn Fréttir

Þriðjudaginn 21. maí verður hjóladagur í skólanum, hjá nemendum í fjórða til sjöunda bekk. Nemendur eru hvattir til að koma á hjólum í skólann þennan dag. Þrautabrautin verður staðsett á planinu við Íþróttamiðstöðina og eru nemendur beðnir um að geyma hjólin sín þar. Við frestum atburðinum ef veður er slæmt
Nemendum og foreldrum er bent á að skoða vel leiðbeiningar á bakhliðinni og hjóla á gangstéttum í skólann. Þennan morgun verður gangbrautarvörður við gangbrautina hjá leikskólanum Klettaborg.
4. bekkur 09:40-10:10
5. bekkur 10:10-10:40
6. bekkur 11:10-11:40
7. bekkur 10:40-11:10