Öryggisvesti

Ritstjórn Fréttir

Fulltrúar frá Björgunnarsveitinni Brák komu færandi hendi í skólann í morgun. Gaf sveitin skólanum 33 endurskinvesti til notkunar þegar yngstu nemendurnir fara ú vettvangsferðin í nágrenni skólans. Nemendur 1. bekkja tóku á móti gjöfinni sem er til þess fallin að auka verulega öryggi í umferðinni. Félögum í Brák eru færðar þakkir fyrir.