Skákkennsla

Ritstjórn Fréttir

Á vorönn hefur verið boðið upp á skákennslu í skólanum fyrir nemendur í eldri deild. Hefur stórmeistarinn Helgi Ólafsson annast kennsluna með góðum árangri. Hafa nemendur verið áhugasamir og standa vonir til þess að skákkennsla sé komin til að vera í skólanum. Þeir sem luku tilskyldum árangri hlutu bronsmerki. Á myndunum er Helgi ásamt stórum hluta þeirra nemenda sem voru í skákvalinu.