Staða í verkfalli

Ritstjórn Fréttir

Afar slæmar fréttir bárust af gangi samningaviðræðna í gærkvöldi og gengu þær þvert á væntingar margra um að skriður væri kominn á samningamenn. En svo er aldeilis ekki. Ef fram fer sem horfir verður næsti samningafundur ekki fyrr en eftir hálfan mánuð sem auðvitað er algjörlega óásættanlegt. Starfsemi skólans er óbreytt – skólaskjólið er opið en þangað hefur enginn nemandi komið í tvær vikur en nokkuð góð aðsókn er í félagsmiðstöð af nemendum 8. – 10. bekkja. Eins eru kórar starfandi á þriðjudögum. Mikilvægt er að foreldrar gæti þess að börnin hætti ekki að sækja íþróttaæfingar en eitthvað mun hafa dregið úr aðsókn í þær, er það miður því börnum er nauðsynlegt að hreyfa sig og njóta samvista og félagsskapar við félagana.
Það er von allra að einhver lausn finnist á þessari vinnudeilu – hún verður að finnast, það eitt er víst.