Gervigrasvöllur

Ritstjórn Fréttir

Nú hillir undir það að hægt verði að taka nýjan og glæsilegan gervigrasvöll við skólann í notkun. Búið er að ganga frá grasinu og girðingunni í kring um völlinn og verið er að setja upp mörkin. Að því loknu er ekkert því til fyrirstöðu að hægt verði að byrja að nota hann. Er hér um afar glæsilegt mannvirki að ræða og ástæða til að óska íbúum Borgarbyggðar til hamingju með hann. Ekki er að efa að völlurinn bætir úr brýnni þörf og bætir aðstöðu knattspyrnuunnenda til mikilla muna.