Vorferðir

Ritstjórn Fréttir

Nú er skólinn alveg að verða búinn hjá nemendum þetta skólaárið. Þá er tími vorferða hjá mörgum bekkjum. 1. bekkur fór að Hvanneyri í gær og 3. bekkur gekk á Grábrók. Í dag, þriðjudag, er 7. bekkur í Reykjavík þar sem farið er á sjó í boði Faxaflóahafna og heimsækir síðan fjölmiðlafyrirtækið 365. 10. bekkur gróðursetur tré í skógræktinni að Borg og 4. bekkur fer á ýmsa staði hér í Borgarnesi og 6. bekkur fer í Reykholt á morgun. Síðan fara 9. og 190. bekkur í ferðir á mánudag. Sem sagt, margir á ferðinni þessa dagana. Væntanlega birtast myndir frá þessum ferðurm og viðburðum hér á síðunni.