Lestur í 2. bekk

Ritstjórn Fréttir

Í 2. bekk hefur verið lestrarstund, næstum daglega í vetur. Þá lesa nemendur bækur að eigin vali af bókasafninu. Þegar lokið er við að lesa bók, skrifa nemendur upplýsingar á svokallaðar ,,tásur“ – þar á meðal blaðsíðufjölda í bókinni. Síðan voru þær settar upp á vegg í stofunni. Nú undir vorið voru tásur komnar allan hringinn í stofunni. Á mánudaginn var svo kominn tími til að finna út hvað hefðu verið lesnar margar blaðsíður í bekknum í vetur. Nemendum var skipt í hópa og síðan voru tásur teknar niður af veggjum og blaðsíðufjöldi reiknaður út. Niðurstaðan kom kennara og nemendum sjálfum á skemmtilega óvart – 10.848 blaðsíður lesnar í 2. bekk – geri aðrir betur.