Ferð á Grábrók

Ritstjórn Fréttir

3. bekkur, árgangur 2004 hefur verið að vinna með námsefnið Komdu og skoðaðu fjöllin. Í þessu námsefni er lögð áhersla á fjöll, gerð þeirra og fjölbreytileika. Tekin eru dæmi um fjöll, víða að af landinu, sem myndast hafa á ólíkan hátt og lýsingar á þeim tengdar við þjóðsögur og frásagnir.
Fjöllin sem tekin voru fyrir eru Skjaldbreiður, Hekla, Öræfajökull, Dyrfjöll, Herðubreið, Hornbjarg, Snæfellsjökull og Esja. Við höfum verið að skoða staðsetningu þeirra og merkja þau inn á Íslandskort.
Einnig höfum við rætt um fjöllin hér í nágrenni Borgarness. Þann 27. maí fórum við í ferð á Grábrók. Þar var ætlunin að skoða gígaröðina og hraunið sem rann úr þeim, en það var frekar hvasst upp á fjallinu þannig að við stoppuðum stutt þar. En fórum þess í stað í hraunið við hlöðnu réttina sem er við rætur fjallsins. Við borðuðum nesti og lékum okkur í dálitla stund fyrir heimferðina.
Hér má sjá myndir úr ferðinni.
Kveðja Björk og Fríða