Skólaslit 2013

Ritstjórn Fréttir

Skólanum var slitið s.l. fimmtudag. Líkt og áður var gengið frá skólanum niður í Skallagrímsgarð þar sem dvalið var milli kl. 10 og 12. Að þessu sinni var skipt upp í hópa og farið í ratleik sem leiddi nemendur um nærliggjandi svæði. Að honum loknum og þegar allir höfðu fengið sér grillaða pylsu var stuttur fótboltaleikur milli starfsfólks og nemenda 9. bekkjar sem báru sigur úr bítum. Síðan komu allir saman í garðinum aftur og þar voru nemendum afhentir vitnisburðir sínir. Að þessu loknu fóru allir til síns heima glaðir og kátir. Útskrift 10. bekkinga fór síðan fram síðar um daginn – Fréttir og myndir frá þeirri athöfn væntanlegar.