Útskrift 2013

Ritstjórn Fréttir

34 nemendur voru útskrifaðir við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 6. júní s.l. Fór athöfnin fram í Hótel Borgarnesi. Margir nemendur hlutu verðlaun fyrir námsárangur en bestum árangri náði Ester Alda Hrafnhildardóttir og fékk hún jafnframt flestar viðurkenningarnar. Eftirtaldir aðilar gáfu verðlaun: Arionbanki – LímtréVírnet hf. – Omnis hf. – Loftorka hf, – Eðalfiskur hf, Lögfræðistofa Inga Tryggvasonar, Danska sendiráðið, Lionsklúbburinn Agla, Lionsklúbbur Borgarness, Rotaryklúbbur Borgarness og Kvenfélag Borgarness. Eru þessum aðilum færðar bestu þakkir fyrir stuðninginn. Að lokinni útskriftarathöfn buðu foreldrar svo til útskriftarveislu.