„Gúmmísandur“

Ritstjórn Fréttir

Nú eru nemendur byrjaðir að nota gervigrasvöllinn og er ekki annað að finna en að almenn ánægja ríki með framkvæmdina. Hins vegar fylgir notkuninni einn annmarki. Töluvert gúmmíkurl festist í skóm og fötum þeirra er stunda völlinn og berst síðan inn í hús. Þetta gúmmí er víst ekki gott fyrir þvóttavélar og er því nauðsynlegt að hrista vel úr fötum áður en þau eru sett í þvott. Vonandi minnkar svo vandamálið eftir því sem tíminn líður.