Skóladagatal

Ritstjórn Fréttir

Nú þegar hefur orðið mikil röskun á skólastarfi eins og öllum er kunnugt um. Skv. skóladagatali var fyrirhugað að skila stöðumati í foreldraviðtölum í lok næstu viku. Hins vegar verður það ekki gert og þegar þessari óvissu sem ríkir vegna kjarasamninga lýkur verður skóladagalið endurskoðað. Verði kjarasamningur kominn á fyrir lok næstu viku verður kennt skv. stundaskrá þá daga sem ætlaðir voru fyrir frágang námsmats og foreldraviðtöl (fimmtudag og föstudag).