Þegar þetta er skrifað ríkir mikil óvissa um það hvort skólahald verði með hefðbundnu sniði á þriðjudag. Fram hefur komið í fjölmiðlum að miklar líkur bendi til þess að miðlunartillaga sáttasemjara verði felld, en úrslit liggja ekki fyrir en síðdegis á mánudag.
Verði sú raunin verður ekki um kennslu að ræða fyrr en aðilar hafa komist að samkomulagi. Hvenær það verður er ekki gott um að segja en talið er að þess verði ekki langt að bíða að einhver lausn finnist sem nokkur sátt geti ríkt um. Því er ekki hægt að ráðleggja annað en fylgjast vel með fréttum en kennsla hefst þá um leið og verkfallið leysist, skelli það á aftur.