Tómstundaskólinn – opnun

Ritstjórn Fréttir

Vegna frestunar skólasetningar þá verður Tómstundaskólinn opinn fimmtudag og föstudag í næstu viku og eins mánudaginn 26.ágúst (skólasetningardaginn) frá kl. 8 – 16 fyrir nemendur úr 1. – 4. Þeir sem þurfa og vilja nýta sér þjónustu hans eru beðnir um að senda póst með upplýsingum um dvalartíma og daga til joninahe@grunnborg.is eða hringja í Sigríði Helgu skólaritara í síma 437-1229. Það er ætlunin að þetta komi aðeins til móts við þau óþægindi sem skapast af því að fresta þurfti skólabyrjun.