Samningur um vinaliðaverkefnið

Ritstjórn Fréttir

S.l. þriðjudag var undirritaður samningur um „Vinaliðaverkefnið“ en það er verkefni af norskum uppruna sem hlotið hefur mikla útbreyðslu. Er búið að innleiða það í Skagafirði og er því stýrt þaðan. Inga Lára Sigurðardóttir verkefnastjóri í Árskóla og Kristján Gíslason skólastjóri undirrituðu samninginn í Hjálmakletti en þar var haldinn kynningarfundur fyrri starfsmenn þeirra skóla sem ætla sér að innleiða það hér á svæðinu í vetur, eru það auk Grunnskólans í Borgarnesi, Laugargerðisskóli og Auðarskóli. Stýrimaður verkefnisins hér í skólanum er Hilmar Már Arason aðstoðarskólastjóri, en í upphafi verður það innleitt í 4. – 6. bekk.
Markmið vinaliðaverkefnisins er að:
Stuðla að fjölbreyttari leikjum í löngu frímínútum skólanna
Leggja grunn sem gerir nemendum kleift að tengjast sterkum vinaböndum.
Minnkatogstreitu milli nemenda
Hampa góðum gildum, svo sem vináttu, virðingu og því að allir fái að taka þátt.
Samhliða góðum eineltisáætlunum er markmiðið með Vinaliða-verkefninu einnig að draga úr einelti og auka vellíðan nemenda í skólum.