10. bekkur leggur land undir fót

Ritstjórn Fréttir

Miðvikudagur 25. september
Rúmlega tólf, eða strax eftir síðasta samræmdakönnunarprófið var lagt af stað út í óvissuna og keyrt í norður. Eftir u.þ.b. þriggja klukkustunda akstur komum við á Bakkaflöt í Skagafirði þar sem farið var í paintball. Í lok dags var slakað á í pottinum.
Fimmtudagur 26. september
Eftir morgunmat var farið út á tún á Bakkaflöt þar sem keppt var í Wipeout. Vegan kulda var úthaldið ekki mikið þar sem allir blotnuðu „mis“ mikið. Eftir að hafa hitað sér í pottinum keyrðum við til Akureyrar þar sem við fórum í keilu og á skauta og enduðum á því að borða á Hamborgarafabrikkunni
Föstudagur 27. september
Þennan síðasta dag okkar í Skagafirði var farið í ,,river rafting” á vestari Jökulsá. Vegna kulda þá nutu sín ekki allir en vonandi verður þetta skemmtileg minning þegar allir hafa gleymt því hversu kalt þeim var. Þegar komið var aftur á Bakkaflöt skelltu allir sér í sund/pottinn. Eftir það var komið að síðasta dagskrálið ferðarinnar, en það var skotfimi hjá Skotveiðifélaginu Ósmann á Sauðárkróki. Þar fegnum við fræðslu um meðferð skotvopna, prófuðum að skjóta úr haglabyssu og riffli. Þaðan var ekið heim í Borgarnes.
Við komum svo heim í Borgarnes kl. 21:15.