Félag lesblindra með kynningu í skólanum

Ritstjórn Fréttir

Snævar Ívarsson frá Félagi lesblindra á Íslandi var fenginn til að koma með kynningu í 8. bekk á dögunum. Þetta er í annað skipti sem Snævar heimsækir 8. bekk í okkar skóla og ræðir um lesblindu, hvað lesblinda er og mikilvægi þess að lesblindum sé sýnt umburðarlyndi. Hann fór líka yfir mikilvægi þess að nemendur með lesblindu æfi sig reglulega að lesa og nýti sér þá tækni sem í boði er m.a. Hljóðbókasafn Íslands og niðurhal námsbóka af vefnum www.nams.is. Félag lesblindra sér um fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga og skóla. Heimasíðan þeirra er www.fli.is. Sérkennsluráðgjafi Borgarbyggðar veitir einnig ráðgjöf vegna einstakra nemenda og er velkomið að hafa samband við hana á astabjork@borgarbyggd.is hafi foreldrar eða nemendur spurningar varðandi lestrarerfiðleika eða úrræði.