Fréttatilkynning

Ritstjórn Fréttir

Október

Skóla lýkur fyrr
Miðvikudaginn 9. október lýkur skóla fyrr en venjulega vegan starfsmannafundar kl. 14:15. Skóla lýkur kl. 14:00 og skólabílar fara heim kl. 14:10.
Foreldrafundur
Fræðslunefnd Borgarbyggðar, Grunnskólinn í Borgarnesi og stjórn foreldrafélags Grunnskólans í Borgarnesi boða til foreldrafundar um málefni skólans.
Á fundinum munu fræðslustjóri, starfandi skólastjóri og stjórn foreldrafélagsins kynna niðurstöður viðhorfskönnunar Skólavogarinnar, umbótaáætlun og stjórnskipulag skólans.
Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti þriðjudaginn 8. október klukkan 20.00-22.00.
Foreldrar barna í Grunnskólanum í Borgarnesi eru hvattir til að mæta.
Skipulagsdagur föstudaginn 11. október
Samkvæmt skóladagatali er skipulagsdagur föstudaginn 11. október og nemendur eru því í fríi þann dag. Tómstundaskólinn – Skjólið verður opið. Starfsfólk skólans mun annast starfsemina undir stjórn fræðslustjóra. Þeir foreldrar sem hyggjast nýta sér þjónustu Skjólsins snúi sér til forstöðukonu með skráningu í síðasta lagi miðvikudag, svo hægt sé að skipuleggja starfsemina þann dag (matarinnkaup og stafsmannahald).