Skorradalsferð 26 – 27 september

Ritstjórn Fréttir

Við í 8.bekk fórum í mjög skemmtilega bekkjarferð uppí Skorradal dagana 26 og 27 september. Gistum í Skátaskálanum sem Skátafélag Akranes á og fór mjög vel um okkur þar. Tilgangurinn með þessari ferð var samvera og samheldni og tókst hún í alla staði mjög vel og skemmtu allir sér hið besta. Bannað var að hafa rafmagnstæki með, þ.e. síma, ipod, mp3 spilara og þess háttar tæki og var ekki að sjá að nokkur saknaði þeirra. Samskiptin voru því með gamla góða laginu, vera saman og tala saman. Fórum við í göngutúra, leiki, reyndum að veiða en ekki fara sögur af miklum afla, og einnig var mikið spilað.
Sáu nemendur sjálfir um að elda fyrir hópinn og ganga frá og var búið að skipta niður í nokkra hópa. Tókst þetta mjög vel, allir virkir og eldaður var góður matur, grill o.fl.
Geiri bakari var líka örlátur við okkur og gaf okkur m.a. snúða, hamborgarabrauð o.fl góðgæti.
Heim fórum við sæl og glöð.