Hljóðfærasmiðjur

Ritstjórn Fréttir

Síðastliðinn miðvikudag kom Pamela De Sensi í heimsókn í skólann og stóð fyrir hljóðfærasmiðjum í 1. – 5. bekk og naut liðsinnis Margrétar Jóhannsdóttur tónmenntarkennara. Pamela er flautuleikari og listrænn stjórnandi barnatónlistarhátíðarinnar Töfrahurð. Heimsókn Pamelu er styrkt af Menningarsjóði Vesturlands.
Verkefnið mæltist mjög vel fyrir hjá nemendum sem allir fóru heim með frumleg hljóðfæri í lok dagsins; hristur, trommur og horn. Pamela færði einnig skólanum að gjöf nýstárlegt hljóðfæri, ásláttarhljóðfæri sem búið er til úr mislöngum rörum og hægt er að spila á með ýmsu m.a. inniskó!
Meðfylgjandi eru myndir úr hljóðfærasmiðjunum.