Auður Þórhallsdóttir í heimsókn

Ritstjórn Fréttir

Ung skáldkona Auður Þórhallsdóttir kom í heimsókn mánudaginn 7. október. Hún las upp úr sinni fyrstu bók, sem heitir: Sumar með Salla fyrir 2. og 3. bekk. Auður náði vel til nemendanna. Hún fór á kostum og lék persónurnar í bókinni um leið og hún las. Myndskreytingarnar í bókinni voru einnig eftir Auði sem hefur starfað sem myndlistarkona.
Kv. Björg