Dagana 21. – 25. október tók 9. bekkur GB þátt í dagskrá Ungmenna og tómstundabúðanna á Laugum í Sælingsdal ásamt jafnöldrum sínum úr samstarfsskólunum á Vesturlandi. Farið var á mánudagsmorgni og komið til baka um hádegi á föstudegi.
Aðstaða á Laugum er mjög góð og dagskráin fræðandi og uppbyggjandi. Meðal annars voru allslags íþróttaleikir bæði úti og inni, kynfræðsla, félagsvist,fjallganga, ræðumennska, draugaganga og síðasta kvöldið voru svokallaðir Laugaleikar þar sem hóparnir kepptu sín á milli. Einnig var í boði sundlaug og íþróttasalur ásamt herbergi með borðtennis og annarri afþreyingu. Skemmtu nemendur sér mjög vel og nutu dvalarinnar.