Næsta föstudag, 3. des. stendur nemendum 1. – 7. bekkjar til boða að fara yfir að Brún í Bæjarsveit og horfa þar á leikritið „Blái hnötturinn“ eftir Andra Snæ Magnason. Ungmennafélagið Íslendingur hefur ráðist í það að setja verkið upp. Farið verður frá skólanum kl. 14. Skólinn leggur til rútu og starfsmenn skólans verða með og annast gæslu.