Andri Snær Magnason rithöfundur kom í heimsókn til okkar í dag og las upp úr nýjustu bók sinni, Tímakistunni. Andri gaf út bókina sína í gær. Nemendur í fimmta og sjötta bekk hlustuðu á upplestur hans í náttúrufræðistofunni. Tímakistan er margslungið ævintýri sem teygir anga sína víða, í tíma og rúmi. Nemendur hlustuðu af miklum áhuga á upplesturinn og áttu við hann samtal um skáldverkið. Áður en hann fór færði hann skólanum ljóðabækurnar sínar og tvö eintök af Tímakistunni sem nemendur eiga eftir að keppast um að lesa.