Félagsvist á unglingastigi

Ritstjórn Fréttir

Eftir hádegi í dag, föstudaginn 8. nóvember, var spiluð félagsvist á unglingastigi. Allir nemendur 7-10. bekkjar u.þ.b. 120 talsins, komu saman og spiluðu af áhuga og einbeitingu. Undanfarnar vikur hafa verið æfingar hjá árgöngunum til að allir væru með reglurnar á hreinu, þegar stóri hópurinn kæmi saman. Undirbúningurinn tókst vel og spilamennskan gekk mjög vel. Afskaplega skemmtilegt var að sjá þennan stóra hóp nemenda koma saman og allir stilltir og prúðir. Augljóslega duglegir nemendur í Borgarnesi.