Vinaliðadans í íþróttahúsinu

Ritstjórn Fréttir

Um 10:30 í dag 8. nóvember héldu allir nemendur og starfsfólk skólans niður í íþróttahús til að dansa vinaliðadansinn. Áður höfðu nemendur fengið tækifæri til að æfa sig og íþróttakennarar höfðu leiðbeint með sporin í íþróttatímum.
Um frumraun var að ræða því aldrei áður hafa allir nemendur Grunnskólans í Borgarnesi komið saman til að sameinast í dansi. Uppátækið tókst vel og vakti gleði meðal þátttakenda.