
Vinaliðaverkefnið er sett upp þannig að vinaliðar eru valdir af bekkjarfélögum sínum og skipuleggja þeir leiki og hreyfingu í löngu frímínútum skólans. Vinaliðar mega ekki hafa orðið uppvísir að eineltisþátttöku, annars fá þeir ekki hlutverkið. Verkefnið er upprunnið í Noregi þar sem 785 skólar hafa tekið verkefnið upp með góðum árangri.
Markmið vinaliðaverkefnisins er að:
- Stuðla að fjölbreyttari leikjum í löngu útivistinni.
- Leggja grunn sem gerirnemendum kleift að tengjast sterkum vinaböndum.
- Minnka togstreitu milli nemenda.
- Hampa góðum gildum, svo sem vináttu, virðingu og því að allir fái að taka þátt.
Samhliða góðum eineltisáætlunum er markmiðið með Vinaliða-verkefninu einnig að draga úr einelti og auka vellíðan nemenda í skólum.