Niðurstöður samræmdra prófa voru góðar nú í haust. Nemendur voru við eða yfir landsmeðaltali í fjórum af sex greinum þar sem meðaleinkunnir voru gefnar upp. Í fimm prófum af sex var skólinn yfir meðaleinkunn landfjórðungsins. Af 81 nemanda sem tóku próf voru 15 nemendur með raðtöluna 90 eða hærri, þ.e. 90% nemenda á landsvísu voru með lægri einkunn. Ánægjulegt var að sjá útkomu nemenda í tíunda bekk en þeir höfðu hækkað meðaltal raðtölu bekkjarins um 50% frá því í fjórða bekk.