Heimsókn til Gísla Einarssonar

Ritstjórn Fréttir

Nú er vinna við jólaútvarpið í fullum gangi og í tengslu við það fóru nemendur í 8. 9. og 10. bekk í heimsóknir til Gísla Einarsonar fjölmiðlamanns. Fengu nemendur fræðslu um hvernig atvinnumenn byggja upp dagskrárgerð. Heimsóknin var fróðleg og skemmtileg og nemendur margs fróðari eftir en áður.
Jólaútvarpið verður sent út dagana 9.-13. desember en dagskráin verður gefin út síðar.