Í morgun komu nemendur 7. bekk jarog foreldrar þeirra saman. Tilefnið var útgáfa matreiðslubókar, sem nemendur munu selja fyrir jólin. Hópurinn er með þessu framtaki að fjármagna ferð í Reykjaskóla í Hrútafirði 13. -17. janúar n.k. Foreldrafulltrúar árgangsins hafa haft veg og vanda af bókinni, en flest börnin komu með uppskrift í bókina. Í henni má finna mjög fjölbreyttar uppskriftir, allt frá smákökum til jólasteikur.
Gríðarlega góð mæting var í útgáfuteitið og sannaðist þar máltækið margkveðna „þröngt mega sáttir sitja“ þar sem sköpuð var sannkölluð kaffihúsastemning í stofu 1, og líklega hefur verið hátt í hundrað manns saman komið í þessari litlu stofu þegar mest var. Notalegt andrúmsloft ríkti, borðaðar voru smákökur, drukkið kakó og hlustað á jólasögu sem fjórir nemendur lásu fyrir hópinn. Að lokum sungu allir saman „Bráðum koma blessuð jólin“