Leynigestur

Ritstjórn Fréttir

Í jóladagatalinu hjá 4. bekk í dag þann 12. desember kom upp „ leynigestur“. Mikil spenna ríkti hjá krökkunum þegar leynigesturinn birtist, en það var hún Ingibjörg Hargrave. Hún sagði krökkunum frá jólunum, lífinu í Borgarnesi og skólanum áður fyrr. Hún sýndi þeim gamlar bækur sem hún hafði sjálf unnið þegar hún var á þeirra aldri og kenndi þeim leikinn Pílaranda sem hún lék sér oft í þegar hún var barn. Einnig sýndi hún þeim þorskkvarnir sem notaðar voru sem spilapeningar þegar spilað var Pukk, en krakkarnir höfðu aldrei séð eða heyrt um þorskkvarnir áður.