Jólasamvera

Ritstjórn Fréttir

Ef veður leyfir þá ætlum við í skólanum að eiga saman notalega jólasamveru í Skallagrímsgarði þriðjudaginn 17. desember kl. 8:30. Vinabekkirnir fara saman og nemendur verða með krukkur með kertum í. Sungin verða jólalög, drukkið heitt súkkulaði og piparkökur snæddar.
Nemendur eru beðnir um að koma með krukkur undir sprittkerti og glös fyrir súkkulaðið.
Velunnarar skólans eru boðnir velkomnir.