Upplýsingastreymi til foreldra

Ritstjórn Fréttir

Í byrjun nóvember var stofnuð facebook síða fyrir skólann. Þar eru komnar inn ýmsar myndir af viðburðum úr skólastarfinu. Undirtektir hafa verið frábærar og „umferð“ um síðuna er mikil. Sem dæmi má nefna að um 320 manns höfðu farið inn á frétt sem Hólmfríðar Ólafsdóttir kennari setti inn um heimsókn leynivinar, sólarhring eftir að hún birtist og rúmlega 800 manns hafa skoðað myndir tengdar Vinaliðadansinu.
Við höfum uppfært heimasíðu skólans og einfaldað. Breytt uppsetningu og framsetningu Fréttabréfs skólans sem kemur út einu sinni í mánuði. Í það geta allir í skólasamfélaginu skrifað greinar. Við höldum áfram að gefa út Vikufréttarnar, enda bara fengið jákvæð viðbrögð við þeim.
Skólaráð hefur fundað einu sinni í mánuði og hægt er að nálgast fundargerðir ráðsins á heimasíðu skólans.
Margir kennarar senda foreldrum tölvupósta með upplýsingum um hvað er um að vera í þeirra kennslu, sumir vikulega en aðrir óreglulega. Ber að þakka kennurum fyrir þessa upplýsingagjöf sem upplýsir foreldra betur um það góða starf sem unnið er undir merkjum skólans.