Á haustdögum var haldið áfram að sinna brýnustu viðhaldsverkefnum í skólanum. Má þar helst nefna:
- Eftirtöld rými voru dúkalögð: stofa 12, miðrýmið á miðstiginu, sérfræðingaherbergið, vinnuherbergi kennara og kaffistofa.
- Sírennsli var sett á kalda vatnið svo nú á það að vera orðið betra til drykkjar.
- Eldavélar í heimilisfræðistofu voru endurnýjaðar.
- Leiktæki í tengslum við vinaliðaverkefnið keypt.
- Stórri klukku verður komið fyrir í vinnuherbergi kennara svo nemendur geti fylgst með tímanum í útivistinni.
Jafnfram var ráðinn gangbrautarvörður á gangbrautina gegnt félagsmiðsöðinni, í hádeginu.
Fyrir þetta ber að þakka og mikilvægt er að haldið verði áfram með markvissum hætti á sömu braut.