Núna í lok janúar var komið að nýjum hópi vinaliða að taka til starfa. Hlutverk þeirra er að sjá um skipulagða leiki í útivistinni. Að því tilefni var haldið leikjanámskeið hér í Borgarnesi undir stjórn Guðjóns og Gests kennara í Árskóla á Sauðárkróki. Námskeiðið sóttu nýir vinaliðar frá Grunnskólanum í Borgarnesi, Laugargerðisskóla og Auðarskóla. Kenndir voru ýmsir nýir leikir, leikjastjórnun ásamt leitogafærni. Einbeitingin var mikil og nutu krakkarnir hverrar mínútu. Óhætt er að segja að allir vinaliðarnir hafi átt skemmtilegan og lærdómsríkan dag.
Hér í Borgarnesi hefur vinaliðaverkefnið gengið vonum framar. Mikil leikjaþátttaka er í hverri viku og leikgleðin mikil sem endurspeglast í léttara andrúmslofti og kæti nemenda.