Hringekjur á miðstiginu

Ritstjórn Fréttir

Síðasta námstengda Hringekjan/Smiðjan var á miðstiginu í dag. Þetta hefur verið í gangi frá miðjum janúar á hverjum fimmtudegi. Þá hafa bekkirnir á miðstiginu blandast saman og tekist á við verkefni í íslensku, stærðfræði, ensku, félagsvist og myndlist (farið á sýningu). Þetta hefur mælst vel fyrir bæði hjá nemendum og kennurum. Þetta hefur haft þann ávinning í för með sér að allir hafa kynnst betur og eru samskipti nemenda á milli sem og við kennara með öðru og betra sniði þar sem allir hafa kynnst betur heldur en endranær með því að mætast einungis á göngunum í stutta stund.