Útvarp Óðal

Ritstjórn Fréttir

Núna standa yfir útvarpssendingar á vegum Félagsmiðstöðvarinnar Óðals. Hefst útsending kl. 10 að morgni og lýkur kl. 23. Lokadagur þessa jólaútvarps er á morgun, föstudag, og hefur allt gengið vel. Það er vel þess virði að vera vel stilltur á FM 101.3.