Frábær árangur í Stóru-upplestrarkeppninni.

Ritstjórn Fréttir

Eitt árið enn hafa nemendur Grunnskólans í Borgarnesi staðið sig vel í Stóru-Upplestrarkeppninni. Núna átti skólinn nemendur í fyrsta og öðru sæti, en Íris Líf Stefánsdóttir, sem sigraði undankeppnina í skólanum fylgdi sigrinum eftir með því að sigra í Vesturlandskeppnini í gær, 20. mars og Hugrún Björk Bernhardsdóttir varð í öðru sæti. Jóhanna Lilja Gautadóttir var einnig fulltrúi skólans og stóð sig afar vel. Þær voru skólanum til sóma á allan hátt. Einnig tók Gunnar Örn Ómarsson þátt í undirbúningnum sem varamaður og þurfti að leggja mikið á sig til að geta hlaupið inn ef einhver stúlknanna yrði veik
Í ár var undirbúningurinn í höndum Dóru Líndal Hjartardóttur og hún fylgdi nemendum í keppnina ásamt skólastjóra okkar, Signýju Óskardóttur.
Þetta er sjötta árið í röð sem sigurvegari Vesturlandskeppninar kemur frá Grunnskólnaum í Borgarnesi og í annað sinn sem við eigum tvo efstu þátttakendurna í keppninni. Við óskum nemendunum 4 sem tóku þátt í Vesturlandskeppninni til hamingju með frábæran árangur og foreldrum / forráðamönnum þeirra til hamingju með frábær börn.