Þemavika og Gleðileikar 2014

Ritstjórn Fréttir

Mikið verður um að vera í Grunnskólanum þessa vikuna. Skólastarfið verður bortið upp og munu nemendur leysa ýmis verkefni sem tengjast sköpun á einn eða annan hátt og hluti af vinnunni verður sýndur á árshátíð skólans 10. apríl næst komandi.
Á unglingastigi er nemendum í 7.-10. bekk blandað í hópa fyrir hádegi sem vinna að uppsetningu á leikritinu Þrymskviðu. Nemendur hafa valið sér verkefni tengd uppsetningunni svo sem; leik, leikmynd, tónlist, tækni, hár og förðun og dans. Eftir hádegi taka þessur sömu nemendur þátt í Gleðileikunum sem eru í boði foreldrafélagsins í samstarfi við Grunnskólann í Borgarnesi og ýmsa aðila úr bæjarlífinu þeira á meðal eru Skátarnir, slökkviliðið, lögreglan, björgunarsveitin og fjölmörg fyrirtæki í Borgarbyggð.