Góðar gjafir

Ritstjórn Fréttir

Í gær kom Kristján Rafn Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Eðalfisks færandi hendi í skólann. Þar sem rekstur Eðalfisks hefur gengið vel síðustu misseri þá ákváðu eigendur fyrirtækisins að láta skólann njóta góðs af. Ákveðið var að færa skólanum 8 IPada að gjöf. Þessar vélar munu nýtast vel í skólastarfinu. Þær munu auka á fjölbreytni í kennslu og í úrvinnslu nemenda á hugmyndum sínum í náminu. Á þessum tímamótum vill skólasamfélagið þakka Eðalfiski fyrir þann hlýhug sem fyrirtækið sýnir skólanum með þessari gjöf, kærar þakkir.
Ámyndinni er Kristján Rafn ásamt tveimur dætra sinna sem eru nemendur við skólann, að afhenda skólastjórnendum gjöfina