Þemavika

Ritstjórn Fréttir

Þessa vikuna eru þemadagar í skólanum þar sem þemað er SKÖPUN, í víðum skilningi þess orðs. Nemendur í öllum bekkjum taka þátt og er misjafnt eftir aldri hver viðfangsefnin eru. Á yngsta stiginu er aðaláherslan á leik, dans og söng. Nemendur á miðstiginu (4.-6. bekk) völdu sig í hópa eftir áhuga og eru að vinna að brúðugerð, æfa dans, iðka leiklist, flytja tónlist og taka upp stuttmyndir. Á unglingastigi (7.-10. bekk) er nemendum blandað í hópa og vinna að uppsetningu á leikritinu Þrymskviðu. Nemendur hafa valið sér verkefni tengd uppsetningunni svo sem; leik, leikmynd, tónlist, tækni, hár og förðun, búningagerð og dans.
Afrakstur þemavinnunnar verður notaður sem grunnur að atriðum á árshátíðinni sem haldin verður fimmtudaginn 10. apríl nk.