![]() |
Tjaldað í Skallagrímsgarði |
Það þarf heilt þorp til að ala upp barn var yfirskriftin á einstaklega vel heppnuðum íbúafundi sem þær Kristín Gísladóttir og Sigrún Katrín Halldórsdóttir stóðu að í fyrra þar sem eineltismál voru rædd. Foreldrafélag Grunnskólans í Borgarnesi í samvinnu við þær stöllur, Grunnskólann, Björgunarsveitina Brák, Skátafélag Borgarness, Rauða Krossinn, Lögregluna og Slökkviliðið byggðu á því góða framtaki. Yfirskriftin í ár var sjálfstæði og samvinna og miðaðist að því að efla samheldni og samstöðu í samfélaginu okkar og Gleðileikarnir 2014 urðu til.
Í anda samfélagsábyrgðar og samvinnu var óskað eftir aðstoð nærsamfélagsins og sér í lagi foreldra til að taka þátt í leikunum og tókst það með eindæmum vel.
Hver hópur gat safnað stigum í flokkunum sjálfstæði, samvinna og gleði.
Á þessum fyrstu Gleðileikum voru Úlfarnir stigahæsti hópurinn.Það verður gaman að sjá hvernig Gleðileikarnir eiga eftir að þróast í framtíðinni og ómetanlegt hvernig foreldrar og nærsamfélag unnu saman að því að gera þá að veruleika.