Stærðfræðikeppni grunnskóla

Ritstjórn Fréttir

Föstudaginn 11. apríl voru afhentar viðurkenningar fyrir góðan árangur í stærðfræðikeppni fyrir unglingastig grunnskóla. Þeim tíu efstu úr hverjum árgangi var boðið að koma og taka við viðurkenningarskjölum. Auk viðurkenningarskjala fengu þrír efstu úr hverjum árgangi peningaverðlaun, 20.000 krónur fyrir fyrsta sæti, 15.000 fyrir annað sæti og 10.000 fyrir þriðja sæti.
Keppnin var haldin 11. mars og var það í sextánda sinn sem FVA bauð nemendum áttundu, níundu og tíundu bekkja grunnskóla á Vesturlandi að keppa í að leysa stærðfræðiþrautir.
Þátttakendur voru samtals 138 sem er fjölgun frá í fyrra þegar þeir voru 128. Þeir komu úr Auðarskóla, Brekkubæjarskóla, Grundaskóla, Grunnskólanum í Borgarnesi, Grunnskóla Borgarfjarðar Kleppjárnsreykjum, Grunnskóla Borgarfjarðar Varmalandi, Heiðarskóla, Lýsuhólsskóla og Klébergsskóla.
Hér fer á eftir listi yfir þá tíu nemendur úr Borgarbyggð sem náðu bestum árangri. Á myndinni eru þrír efstu úr hverjum árgangi.
8. bekkur
– Aníta Jasmín Finnsdóttir, Grunnskólanum í Borgarnesi, 2. sæti
– Aron Máni Nindel Haraldsson, Grunnskóla Borgarfjarðar Kleppjárnsreykjum, 3 sæti
– Ragnar Líndal Sigurfinnsson, Grunnskóla Borgarfjarðar Varmalandi, 4. til 10. sæti
– Svava Kristín Jónsdóttir, Grunnskólanum í Borgarnesi, 4. til 10. sæti
– Þorgrímur Magnússon, Grunnskólanum í Borgarnesi, 4. til 10. sæti
9. bekkur
– Bjarni Guðmann Jónsson, Grunnskólanum í Borgarnesi, 4. til 10. sæti
– Inga Lilja Þorsteinsdóttir, Grunnskólanum í Borgarnesi, 4. til 10. sæti

10.bekkur
– Anna Margrét Þorsteinsdóttir, Grunnskólanum í Borgarnesi, 1. sæti
– Margrét Helga Magnúsdóttir, Grunnskólanum í Borgarnesi, 4. til 10. sæti
Sjá nánar http://fva.is/