Velgengni á kjördæmismóti í skák

Ritstjórn Fréttir

Á heimasíðu Skáksambands Íslands er greint frá kjördæmismóti Vesturlands í skólaskák sem var haldið 25. apríl í Grunnskólanum í Borgarnesi. Enginn keppandi mætti í eldri flokki. Í yngri flokki sigraði Björn Ólafur Haraldsson Grunnskólanum í Borgarnesi með 4 vinninga. Í öðru sæti varð Ingibergur Valgarðsson Grundaskóla og í þriðja sæti varð Arnór Mikael Arason Grunnskólanum í Borgarnesi.
Björn Ólafur hefur þar með unnið sér inn keppnisrétt á Landsmótinu í skólaskák sem fram fer 1.-4. maí nk. í Reykjavík.
Við erum stolt af okkar strákum og hvetjum þá til áframhaldandi dáða í skákíþróttinni.